
Ég heiti Andrea Gunnarsdóttir og bý í Laugardalnum ásamt sambýlismanni mínum. Ég er stjórnmálafræðingur að mennt en hef óbrennandi áhuga á eldamennsku. Hér verður aðallega að finna uppskriftir, en helsta ástæða þess að ég ákvað að byrja að halda úti matarbloggi er sú að ég vil geta haldið vandlega utan um uppskriftir og matartengdar hugmyndir, ásamt því að geta deilt þeim auðveldlega með vinum og ættingjum.