Honey Garlic svínalund

Við erum mikið fyrir svínalund og þegar systir mín sendi mér uppskrift af svínalund sem er steikt á öllum hliðum og síðan bökuð upp úr hunangs-hvítlauks sósu varð ég mjög spennt og tók skjáskot en steingleymdi svo uppskriftinni í langan tíma. Svo loksins löngu, löngu seinna lét ég verða af því að prófa og varð ekki fyrir vonbrigðum. Einfalt, stórgott og mjög fljótlegt. Fullkominn réttur í daglegu amstri.

Honey Garlic svínalund:

 • 1-2 svínalundir, magn eftir fjölda matargesta
 • 1/2 tsk salt
 • 1 msk bragðdauf olía
 • 2/3 bolli hunang
 • 1/4 bolli kjúklingasoð eða vatn
 • 2 msk sojasósa
 • 2 msk fínhakkaður hvítlaukur
 • 1 msk eplaedik
 • 1/4 tsk salt
 • 1 1/2 msk kornsterkja
 • 1/4 tsk rauðar chili flögur

Hitið ofn í 200°. Saltið svínalundirnar me ca. ½ tsk af salti. Hitið 1 msk af olíu á pönnu og brúnið svínalundirnar á öllum hliðum. Færið yfir í eldfast mót. Hrærið saman hunangi, kjúklingasoði, sojasósu, hvítlauk, eplaediki, kornsterkju, salti og chili flögum. Hellið sósunni yfir og í kringum lundirnar. Eldið i 15-20 mínútur og látið lundirnar standa í 10 mínútur áur en þær eru bornar fram. Skerið í sneiðar og berið fram með hrísgrjónum og salati.

deila uppskrift:

Facebook
Twitter
Pinterest

Fleiri uppskriftir