Ofnbakaður fiskur með gullosti
Eins og ég hef nefnt í fyrri færslum, þá var ég svo lánsöm að fá að gjöf allskonar vörur frá Gott í matinn. Þessi ofnbakaði fiskur með gullosti, hvítlauksosti, grænmeti og muldum kartöfluflögum er einn af réttunum sem ég setti saman úr ostum frá Gott í matinn og hann var svo brjálæðislega góður að ég […]
Louisiana kjúklinga pasta
Fyrir skömmu eldaði ég Lousiana pasta með stökkum kjúklingi eftir að hafa haft augastað á uppskriftinni í nokkrar vikur. Ég bauð uppá hann í matarboði og hann vakti rífandi lukku, svo það var svolítið vandræðalegt að þurfa að viðurkenna að mér fannst rétturinn bara alls ekki góður. Satt að segja fannst mér stökki kjúklingurinn alveg […]
Tómatsúpa og grillaðar ostasamlokur
Ég elska súpur og þá sérstaklega á haustin þegar það er farið að kólna og dimma. Það er eitthvað svo hlýlegt og notalegt við súpur, bæði að standa yfir þeim og smakka þær til, sem og að bera þær fram. Gott brauð setur svo endanlega punktinn yfir i-ið. Þessa tómatsúpu eldaði ég í fyrsta sinn […]
Kjötbollur og dásamleg brúnsósa
Kjötbollur með rjómasósu er einn af mínum uppáhalds hversdagsmat og ég elda yfirleitt kjötbollur í hverri viku. Það er allur gangur á hvaða uppskrift verður fyrir valinu að hverju sinni en þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi, enda er hún alveg æðislega góð. Fyrir skömmu kom ég heim úr vinnunni og langaði svakalega í þessar […]
Þorskur í pestó rjómaosta sósu
Mánudagar eru fiskidagar hjá mér og það heyrir til algjörra undantekninga að ég eldi ekki fisk á mánudögum. Þrátt fyrir það er ég frekar löt við að prófa nýjar fiskiuppskriftir og margar þeirra verða til í ísskápatiltektum hjá mér. Þessi uppskrift kom til þegar ég átti grænt pestó og rjómaost sem var búið að taka […]
Heilsteiktur kjúklingur með rjómasoðsósu
Þessi réttur hefur verið í uppáhaldi hjá minni stórfjölskyldu áratugum saman. Afi á heiðurinn af þessari uppskrift, sem hann bjó til fyrir lifandis löngu og er alltaf kallaður „afakjúklingur“ af öllum í fjölskyldunni. Afi og amma buðu okkur alltaf til sín í þennan rétt í annan í jólum og ég hlakkaði alltaf meira til þess […]
Skinkupasta með kjúklingi og brokkolí
Þetta skinkupasta bjó ég til um helgina og það sló svo svakalega í gegn að mér var sagt að uppskriftin yrði að fara beinustu leið á bloggið. Ég er ekki ósammála, þessi pastaréttur var svo ótrúlega bragðgóður, silkimjúkur og djúsí að ég bara ætlaði ekki að geta hætt að borða þegar ég byrjaði. Maðurinn minn, […]
Ofnbakaður fiskur með paprikuosti
Fyrir skömmu var ég svo heppin að fá að gjöf osta og allskonar gúmmelaði frá Gott í matinn og fór auðvitað strax að „brainstorma“ hvað ég gæti notað þessar vörur í. Ég hef alltaf verið hrifin af ofnbökuðum fiskréttum sem innihalda osta, svo það kom eiginlega ekki annað til greina en að setja saman fiskrétt […]
Humarrúllur með beikoni og chili majó
Þegar ég bjó í Boston, þá hreinlega lifði ég á humar rúllum eða lobster rolls, sem eru hálfgert humarsalat sem er sett í ristað pylsubrauð og borið fram með frönskum kartöflum og heimagerðu hrásalati. Í Boston er hægt að fá þennan signature rétt á flestum veitingastöðum en ég hef ekki séð neitt í líkingu við […]
Kung Pao kjúklinga spaghettí
Ég er mjög hrifin af öllum asískum mat og Kung Pao er einn af mínum uppáhalds réttum, ég panta hann nánast undantekningarlaust þegar ég fer á kínverska veitingastaði og hef oft eldað hann í eldhúsinu mínu. Því er ekki að undra að ég rak upp stór augu þegar ég sá uppskrift af Kung Pao kjúklingaspaghettí. […]