Salisbury steik í sveppasósu

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum var oft Salisbury steik í matinn í mötuneytinu í skólanum og mér fannst hún alveg þrælgóð en prófaði aldrei að elda hana heima því ég hafði lítinn tíma til þess, yfirleitt borðaði ég bara í skólanum. Eftir að ég kom heim eldaði ég Salisbury steik frá grunni og hún var […]

Ofnbakaður fiskur í parmesan raspi

Mánudagar eru langoftast fiskidagar hjá okkur, það er hefð sem ég held mjög fast í. Yfirleitt elda ég sömu réttina aftur og aftur (þessi lúðupanna er í miklu uppáhaldi) en stundum kemur það fyrir að ég bregð út af vananum og prófa eitthvað nýtt. Þessi fiskur í stökkum parmesan rasphjúp er stórgóður og skemmtileg tilbreyting […]

Þristakaka með saltkaramellu þristakremi

Um páskana gerði ég svo dásamlega súkkulaðiköku með þristum og þristasaltkremi að orð hreinlega fá henni ekki lýst. Hún er lungamjúk, blaut í sér, með þristabitum og silkimjúku kremi úr þristum og saltkaramellu. Þessa köku má enginn súkkulaðiunnandi láta fram hjá sér fara, því hún er bara svo dásamlega góð. Þristakaka: Hitið ofninn í 180°. […]

Sjávarréttasúpa með lúðu og humri

Ég elska súpur en elda þær furðulega sjaldan af ástæðum sem ég get ekki alveg sett fingurinn á. Það gerist þó einstaka sinnum að ég rek augun í uppskrift af girnilegri súpu og ákveð að gera einhverja útgáfu af henni í eldhúsinu mínu. Þegar ég rak augun í þessa súpu hugsaði ég að ég yrði […]

Tik Tok spaghettí

Fyrir skömmu sendi systir mín mér myndband af alveg einstaklega girnilegu spaghettí á Tik Tok. Spaghettí er soðið og síðan sett í eldfast mót, ásamt Alfredo sósu, næst er gerð kjötsósa og sett yfir spaghettíið sem er að lokum gratínerað með osti. Svolítið eins og spaghettí lasagne með Alfredo sósu í staðinn fyrir Bechamel. Ég […]

Snickers salat

Ég hef alla tíð borðað Waldorf salat með páskasteikinni og jólamatnum og hef alltaf verið stórhrifin af ferskleikanum og sætunni sem fylgir því þegar það er borið fram með þungu kjöti. Ég varð því mjög áhugasöm þegar ég sá uppskrift af Snickers salati á Instagram og ákvað að gera salatið á næstu Þakkargjörðarhátíð (sem ég […]

Gratíneraður fiskur með blaðlauk og papriku

Ég elska fisk en er samt frekar ódugleg við að prófa nýjar uppskriftir. Heima við held ég mig oft við sömu réttina svo mánuðum skiptir, hins vegar þegar ég fer á veitingastaði panta ég mér langoftast fiskrétti og fæ þá hugmyndir að nýjum réttum til að prófa heima. Það var einmitt þannig sem uppskriftin af […]

Hægeldaður nautahnakki í kóksósu

Ég elska hægeldað kjöt, þá sérstaklega hægeldaða nautahnakka og svínahnakka. Það er einhver skemmtilegur sjarmi yfir mat sem tekur stutta stund að útbúa og svo sér hann bara um sig sjálfur í ofninum yfir daginn, auk þess sem húsið fyllist af góðri matarlykt. Þessi réttur er einmitt þannig, tekur enga stund að græja hann og […]

Einfalt og stórgott rækjusalat

Ég elska rækjusalat og finnst þessi einföldu langbest. Ég er ekki sérlega hrifin af grænmeti eins og papriku eða lauk í rækjusalat og finnst hreinlega að það ætti að vera ólöglegt að setja karrí í það. Best finnst mér rækjusalat sem er ekki of blautt, vel kryddað og með mikið af eggjum. Þetta salat er […]

Kjöthleifur með tómatsósugljáa

Þegar ég var lítil eldaði mamma oft kjöthleif (sem hún kallaði alltaf svikinn héra) með beikoni utan um og bar hann fram með kartöflum, brúnni sósu og sultu. Mér þótti það alveg ofsalega gott en þegar ég bað hana um uppskriftina sagði hún mér að hún fór aldrei eftir neinni uppskrift, heldur notaði hún bara […]