Bestu pizzasnúðar í heimi

Þessir pizzasnúðar eru þeir allra bestu í heimi, þó ég segi sjálf frá. Ég hef alltaf verið sólgin í pizzasnúða og finnst þeir flestir frábærir en þessir eru þeir lang, lang, langbestu sem ég hef smakkað. Deigið er svakalega mjúkt og gott (uppskrift frá Evu Laufeyju) og fyllingin, sem samanstendur af hökkuðu pepperoni, ítölskum smurosti, […]

Stórgott og matarmikið Chili Con Carne

Í sumar eldaði ég alveg hreint brjálæðislega gott Chili Con Carne sem dugði okkur í margar máltíðir. Uppskriftin er mjög drjúg og við erum bara tvö í heimili, þannig að ég gat nýtt afgangana nokkuð vel. Við borðuðum réttinn í kvöldmat og í hádegismat deginum eftir og restinni af réttinum skipti ég niður í poka […]

Hægeldaður BBQ kjúklingur

Þessi hægeldaði BBQ kjúklingur er algjört lostæti, þó ég segi sjálf frá. Svo brjálæðislega góður að við erum búin að hafa hann tvisvar í matinn á stuttum tíma og í bæði skiptin var allt klárað upp til agna. Uppskriftina fékk ég frá syni sambýlismanns míns sem fékk hann frá mömmu sinni heitinni fyrir mörgum árum […]

Tælenskur kasjúhnetu kjúklingur

Núna þegar jól og áramót eru gengin yfir finnst mér alveg upplagt að gefa þessa uppskrift af tælenskum kasjúhnetu kjúklingi sem er brjálæðislega góður og alls ekki jólalegur og passar því vel eftir allan hátíðamatinn sem margir eru orðnir þreyttir á. Ég fann þessa uppskrift á Pinterest og setti hana á vikumatseðilinn og við urðum […]

„Marry Me“ lax á einni pönnu

Flestir kannast eflaust við hinn fræga rétt „Marry Me Chicken“, enda hefur rétturinn farið sem stormsveipur um veraldarvefinn undanfarin misseri. „Marry Me Chicken“ er í miklu uppáhaldi hjá okkur og „Marry Me“ kjúklingapasta klikkar aldrei. Þar sem við elskum lax á þessu heimili, þá kom ekki annað til greina en að prófa „Marry Me“ lax […]

Rocky Road með Lindubuffi

Ég er ekki mikið fyrir að baka fyrir jólin og geri það satt að segja eiginlega ekki. Ég baka oftast sörur (í ár lét ég duga að kaupa þær) og útbý Rocky Road og heimagert snickers sem við njótum yfir aðventuna. Rocky Road hefur verið ómissandi yfir aðventuna og um jólin hjá mér árum saman […]

Sturlaðar ostafylltar tartalettur

Þó ég segi sjálf frá, þá eru þessar ostafylltu tartalettur með karamelluseruðum lauk, hvítlauk, sveppum, piparosti og gullosti gjörsamlega sturlaðar. Ég hef árum saman gert tartalettur eftir uppskrift frá Evu Laufeyju og borið fram yfir Kryddsíldinni á gamlársdag (og ber þær fram með bjór og mimosum) og geri alltaf tartalettur úr afgangs hamborgarhrygg á jólunum […]

Saltkaramellu smákaka með súkkulaðibitum

Fyrir skömmu var ég með Thanksgiving veislu hérna heima og bjó til svo dásamlega góða saltkaramellu smáköku með súkkulaðibitum í steypujárnspönnu að það bara nær engri átt. Kakan er svo dásamlega bragðgóð og með blöndu af suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og hvítu súkkulaði verður hún gjörsamlega ómótstæðileg. Kakan er fullkominn eftirréttur þar sem það má græja hana […]

Indverskt vindaloo með nautakjöti

Við á þessu heimili gjörsamlega dýrkum indverskan mat og við höfum hann oft í matinn. Þegar ég elda hann heima, þá elda ég hann alltaf frá grunni. Það er sérlega gaman að elda indverskan mat frá grunni því hann er svo miklu betri heldur en sá sem er gerður úr sósum úr krukkum og húsið […]

Köld ídýfa með kjúkling og beikoni

Ég gjörsamlega elska gömlu, góðu púrrulauksídýfuna sem samanstendur af sýrðum rjóma og púrrulaukssúpudufti. Fyrir skömmu, þá langaði mig svakalega í svoleiðis ídýfu en langaði til þess að hafa hana matmeiri og bera hana fram sem kvöldmat. Úr varð að ég blandaði saman sýrðum rjóma, rjómaosti, cheddar osti, rifnum kjúklingi og beikoni og bar herglegheitin fram […]