Hægeldaðar svínakótilettur í sveppasósu

Ég er rosalega hrifin af öllum hægelduðum mat og sérstaklega á sunnudögum. Það er eitthvað svo notalegt við mat sem tekur enga stund að útbúa og svo sér hann bara um sig sjálfur í ofninum yfir daginn, auk þess sem húsið fyllist af góðri matarlykt. Þessi réttur er einmitt þannig, tekur enga stund að græja […]

Pasta með pylsum, beikoni og smurosti

Ég veit að flestir eiga sennilega sína uppskrift af rjómakenndu pylsupasta en þessi uppskrift, sem Laufey vinkona mín á heiðurinn af, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún bauð okkur vinkonunum oft í þennan rétt til sín, alltaf við rífandi lukku. Pylsur, beikon, rjómi, pasta… hamingjan verður taumlaus við að borða þennan dásamlega rétt. Meira […]

Kínverskur sítrónu kjúklingur

Systir mín kynnti mig fyrir kínverskum sítrónukjúkling, eða chinese lemon chicken, og ég var fljót að finna uppskrift til þess að prófa hér heima. Þessi réttur er ekki beint fljótgerður en hann er vel þess virði að eyða tíma í að elda hann því hann er stórgóður. Ég hef ekki prófað aðrar uppskriftir en hugsa […]

Brownies með espresso og brúnuðu smjöri

Ég elska brownies og þegar ég sá þessa uppskrift á Instagram var ég fljót að bruna beint inn í eldhús að baka þær. Þessar brownies eru dásamlega seigar og bragðmiklar, brúnaða smjörið gefur svo gott bragð á móti kaffibragðinu og súkkulaðibitarnir setja svo alveg punktinn yfir i-ið. Brownie unnendur mega aldeilis ekki láta þessa uppskrift […]

Kjötbollur í chilikóksósu

Ég hreinlega elska hefðbundnar heimagerðar kjötbollur með rjómasósu, kartöflumús og sultu og gæti auðveldlega lifað á þeim. Það gerðist þó í fyrra að ég eldaði klassískar kjötbollur og rjómasósu svo oft að bæði ég og sambýlismaðurinn fengum leið á þeim. Þá datt mér í hug að bregða aðeins út af vananum og elda kjötbollur í […]

Smjörsoðin hrísgrjón með hvítlauk og steinselju

Þessi hrísgrjón eru alveg ótrúlega skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum soðnum hrísgrjónum. Ég elska að bera þessi hrígrjón fram með öllum fisk og líka með kjúklingi. Þau passa í rauninni við flestallt og lífga mjög mikið upp á máltíðina. Einnig eru þau mjög góð, jafnvel betri, deginum eftir. Ég á ekki heiðurinn af uppskriftinni, en man […]

Eðlupizza með nautahakki

Eins og flestir, þá er ég mjög hrifin af eðlu. Ég elska líka matarmiklar eðlur, t.d. með kjúklingi og nautahakki og finnst sérlega gaman að útbúa slíka rétti á föstudagskvöldum og borða yfir sjónvarpinu. Eitt kvöldið datt mér svo í hug að gera eðlupizzu með nautahakki, þar sem ég átti upprúllað pizzadeig og afgang af […]

Kjúklingur í panang curry

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af tælenskum mat og panang curry er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef prófað margar uppskriftir og finnst þessi, sem ég hef breytt töluvert í gegnum tíðina, sú besta sem ég hef smakkað. Ég mæli með að þið prófið þennan rétt, því hann er bæði dásamlega góður og […]

Kjúklingur í súrsætri sósu

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af asískum mat og finnst bæði gaman að matreiða og borða hann. Þess vegna varð ég mjög spennt þegar ég sá þessa uppskrift af kjúklingi í súrsætri sósu og setti réttinn strax á vikumatseðilinn. Mér þótti rétturinn hinsvegar ekki alveg nógu góður en fann hverju ég þyrfti að breyta […]

Heimsins bestu fiskibollur og karrísósa

Heimagerðar fiskibollur bornar fram með karrísósu og hrísgrjónum þykir mér algjör herramannsmatur. Þegar ég var yngri keypti ég fiskibollurnar tilbúnar en eftir að ég fór að gera þær sjálf vil ég hreinlega ekki sjá keyptar fiskibollur og skil ekk hversvegna mér þóttu þær góðar. Eftir að ég fékk mér hakkavél til þess að setja á […]