Tælenskur massaman kjúklingur

Ég hef alltaf haldið mikið uppá tælenskan mat og elda hann með reglulegu millibili. Kjúklingur í massaman er einn af mínum uppáhalds réttum, bæði því hann er sérlega bragðgóður og gaman að elda hann. Ég man ekki hvar ég fékk þessa uppskrift á sínum tíma en ég er búin að breyta henni mjög mikið í […]

Djúpsteikt ýsu-gratín

Sambýlismaður minn kynnti mig fyrir veitingastaðnum Lauga-Ás þegar við kynntumst. Ég hafði aldrei heyrt um staðinn en varð mjög spennt fyrir því að fara þangað þegar ég heyrði að „signature“ rétturinn þeirra væri djúpsteikt ýsa, gratíneruð með sveppa-bernaise sósu og osti. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég smakkaði og við fórum margoft á Lauga-Ás […]

Beikonvafin jalapeno popper pylsubrauð

Þessi beikonvöfðu jalapeno popper pylsubrauð eru alveg gjörsamlega í ruglinu góð. Hugmyndina fékk ég þegar ég sá reel á Instagram þar sem geitaosti var smurt inn í fræhreinsuð jalapeno og beikoni vafið utan um þau. Ég er ekki sérlega hrifin af geitaosti og var hrifnari af hugmyndinni um að gera þetta aðeins matmeira og datt […]

Hægeldaðar svínakótilettur í sveppasósu

Ég er mjög hrifin af öllum hægelduðum mat. Bæði af því slíkir réttir eru alltaf svo góðir og svo er eitthvað einstaklega notalegt við mat sem tekur stuttan tíma að útbúa og sér svo bara um sig sjálfur í ofninum. Húsið fyllist af góðri lykt og þegar líður að matartíma þarf ekki að gera annað […]

Bragðmikil tælensk hrísgrjón

Í síðustu viku birti ég mynd í stories á Instagram af fiski og tælenskum hrísgrjónum sem var í matinn hjá okkur það kvöldið og fékk nokkrar fyrirspurnir um hvort og hvenær þessar uppskriftir kæmu inn á bloggið. Hér kemur uppskriftin, og ekki seinna vænna, því þessi hrísgrjón eru algjört æði og gera allar máltíðir betri. […]

Þorskur í karríkókossósu

Við elskum fisk á þessu heimili og við borðum hann helst nokkrum sinnum í viku. Þar sem ég er óþarflega vanaföst með fiskrétti er ég alltaf með augun opin fyrir skemmtilegum uppskriftum til þess að krydda aðeins upp hversdagsleikannn. Þegar ég sá þessa uppskrift af ofnbökuðum þorsk í karríkókossósu á Pinterest varð ég strax áhugasöm […]

Kartöflumús með parmesan, hvítlauk og rjómaosti

Ég elska kartöflumús með flestum mat og gæti svo gott sem lifað á henni. Ég er mjög vanaföst með kartöflumúsina sem ég ber fram með kjötbollum sem samanstendur af kartöflum, rjóma/mjólk, smjöri, salti, sykri og hvítum pipar og fæ ekki leið á henni. Það kemur þó stundum fyrir að ég hristi upp í hlutunum með […]

Pasta með kjúklingi, beikoni, parmesan og hvítvíni

Það er svo gaman að setja inn uppskriftir sem eru öruggar til þess að falla í kramið hjá flestum. Þessi pastaréttur, sem ég er búin að þróa uppskriftina af í rúmlega ár, er einmitt þannig. Hann er einstaklega bragðgóður, skemmtilegt að elda hann og enn skemmtilegra að bera hann fram þar sem hann vekur alltaf […]

Ofnbakaður fiskur í camembert smurosta sósu

Mér þykir fátt betra heldur en hversdagsmatur og fiskur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er samt ódugleg við að prófa nýjar fiskiuppskriftir, af ástæðum sem ég er ekki alveg með á hreinu. Oftast elda ég bara sömu réttina aftur og aftur, viku eftir viku en svo inná milli prófa ég eitthvað nýtt. Þessi […]

Enchiladas með mexíkóosta sósu

Ég held mikið uppá mexíkóskan mat og þá sérstaklega enchiladas. Hugmyndina að þessum fékk ég þegar ég var að gera tiltekt í ísskápnum og ákvað að nota þau hráefni sem ég vildi losna við og gera enchiladas. Útkoman var æðislega góð og ekki skemmir fyrir hvað rétturinn er fljótgerður og ekki síðri deginum eftir. Þessi […]