Pasta með rjómaosti, hráskinku og ruccola

Þessi pastaréttur varð til þegar ég lét mér detta í hug að nota rjómaost með karamellíseruðum lauk í pastarétt. Ég hafði aldrei notað þennan ost áður og var því í djúpum þönkum um hvað fleira ég ætti að setja í pastaréttinn. Á endanum var niðurstaðan sú að setja nautasoð, sveppatening, rjóma, mikið af nýmuldum svörtum […]

Karamellukaka með saltkaramellu kaffikremi

Flestir kannast eflaust við aðferðina að setja Royal súkkulaðibúðingsduft og bökunarkakó saman við djöflatertumix til þess að fá meira súkkulaðibragð af kökunni. Það hef ég margoft gert og er alltaf jafn ánægð með útkomuna. Þess vegna kom eiginlega ekki annað til greina en að prófa eitthvað svipað með vanillukökumixi. Ég bætti Royal karamellubúðing, sýrðum rjóma […]

Quesadillas með pulled pork

Ég var svo heppin að fá osta að gjöf frá Gott í matinn og fór auðvitað um leið að velta fyrir mér hvað ég gæti föndrað sniðugt úr þeim. Ein hugmyndin sem ég fékk voru quesadillas með hægelduðu svínakjöti og einhverjum góðum ostum. Eldamennskan er tiltölulega einföld og vinnuframlagið lítið en það þarf að gera […]

Bragðmikill beikonvafinn kjöthleifur

Kjöthleifur borinn fram með kartöflumús, rjómasósu og sultu er í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda er slík máltíð alveg sérlega notaleg. Þennan kjöthleif setti ég saman úr því sem ég átti til í ísskápnum og útkoman var besti kjöthleifur sem við höfum smakkað. Sambýlingurinn sagðist gefa honum 10 í einkunn og sagði kjöthleifinn „hættulega góðan“. […]

Honey Garlic svínalund

Við erum mikið fyrir svínalund og þegar systir mín sendi mér uppskrift af svínalund sem er steikt á öllum hliðum og síðan bökuð upp úr hunangs-hvítlauks sósu varð ég mjög spennt og tók skjáskot en steingleymdi svo uppskriftinni í langan tíma. Svo loksins löngu, löngu seinna lét ég verða af því að prófa og varð […]

Þorskur með pepperoni osti og sweet chili

Fyrir skömmu langaði okkur í fisk í matinn en við nenntum alveg ómögulega að fara og gera stórinnkaup, þannig að málunum var reddað með því að kaupa fisk og setja saman eitthvað úr því sem var til hér heima. Ég átti pepperoni ost og rjómaost sem ég vildi losna við úr ísskápnum, ásamt opnum poka […]

Marengsterta með súkkulaðimús og bingókúlusósu

Þessi marengsterta er í einu orði sagt gjörsamlega dásamleg. Ég hef búið hana til við hin ýmsu tilefni og hún slær alltaf í gegn. Marengsbotn, súkkulaðimús, rjómi, bingókúlusósa, stökkir rice krispies bitar og jarðaber… hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Tertan er vissulega ekki beint hrist fram úr erminni en það tekur lúmskt minni tími að […]

Ungverskt nautagúllas

Þegar við fórum til Búdapest í fyrra fékk ég svo brjálæðislega gott nautagúllas að það átti hug minn allan það sem eftir var af ferðinni. Þegar við komum heim fór ég fljótt í að finna uppskrift til þess að prófa í eldhúsinu mínu og eftir langa leit fann ég loksins uppskrift sem mér leist nógu […]

Tælenskur massaman kjúklingur

Ég hef alltaf haldið mikið uppá tælenskan mat og elda hann með reglulegu millibili. Kjúklingur í massaman er einn af mínum uppáhalds réttum, bæði því hann er sérlega bragðgóður og gaman að elda hann. Ég man ekki hvar ég fékk þessa uppskrift á sínum tíma en ég er búin að breyta henni mjög mikið í […]

Djúpsteikt ýsu-gratín

Sambýlismaður minn kynnti mig fyrir veitingastaðnum Lauga-Ás þegar við kynntumst. Ég hafði aldrei heyrt um staðinn en varð mjög spennt fyrir því að fara þangað þegar ég heyrði að „signature“ rétturinn þeirra væri djúpsteikt ýsa, gratíneruð með sveppa-bernaise sósu og osti. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég smakkaði og við fórum margoft á Lauga-Ás […]