Ofnbakaður fiskur með paprikuosti

Fyrir skömmu var ég svo heppin að fá að gjöf osta og allskonar gúmmelaði frá Gott í matinn og fór auðvitað strax að „brainstorma“ hvað ég gæti notað þessar vörur í. Ég hef alltaf verið hrifin af ofnbökuðum fiskréttum sem innihalda osta, svo það kom eiginlega ekki annað til greina en að setja saman fiskrétt […]

Humarrúllur með beikoni og chili majó

Þegar ég bjó í Boston, þá hreinlega lifði ég á humar rúllum eða lobster rolls, sem eru hálfgert humarsalat sem er sett í ristað pylsubrauð og borið fram með frönskum kartöflum og heimagerðu hrásalati. Í Boston er hægt að fá þennan signature rétt á flestum veitingastöðum en ég hef ekki séð neitt í líkingu við […]

Kung Pao kjúklinga spaghettí

Ég er mjög hrifin af öllum asískum mat og Kung Pao er einn af mínum uppáhalds réttum, ég panta hann nánast undantekningarlaust þegar ég fer á kínverska veitingastaði og hef oft eldað hann í eldhúsinu mínu. Því er ekki að undra að ég rak upp stór augu þegar ég sá uppskrift af Kung Pao kjúklingaspaghettí. […]

Nautagúllas með Guinness bjór

Við á heimilinu erum mjög hrifin af gúllasi af öllum gerðum, sérstaklega þegar það er orðið haustlegt og hráslagalegt úti. Ég rak því upp stór augu þegar ég sá uppskriftir af írsku nautagúllasi með Guinness bjór og rauðvíni á Pinterest og vissi að þetta væri eitthvað sem ég bara yrði að prófa. Það dróst þó […]

„Marry Me“ kjúklinga pasta

Flestir kannast eflaust við hinn fræga rétt Marry Me Chicken. Ég hef eldað þann rétt margoft og alltaf við mikla lukku, enda er rétturinn stórgóður og nafninu er ekki ofaukið að mínu mati. Það var því ekki við öðru að búast en að ég yrði mjög spennt þegar ég sá uppskriftir af Marry Me Chicken […]

Pork Wellington og sinneps sveppasósa

Ég elska nautalund en er samt ekki sérlega hrifin af nautalund wellington, mér finnst það ágætt en yfirleitt ekki ómaksins virði að standa í að elda það. Ég rak því upp stór augu þegar systir mín sendi mér reel á Instagram þar sem svínalund var notuð í stað nautalundar í wellington uppskrift og var fljót […]

Kjötbollur með beikoni, parmesan og sinnepi

Ég elska hversdagslegan heimilismat og kjötbollur af öllum gerðum eru í miklu uppáhaldi. Bornar fram með góðri rjómasósu, kartöflum eða kartöflumús og rifsberjahlaupi eru þær algjör herramannsmatur sem ég gæti lifað á. Þessar kjötbollur með beikoni eru æðislega góðar og sósan sem ég gerði með (uppskrift hér) smellpassaði við þær eins og hönd í hanska. […]

Korean Fried Chicken

Kóreskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elda hann alltof sjaldan, af ástæðum sem ég get ekki alveg sett fingurinn á. Uppskriftirnar finnst mér oft virka flóknar en það er kannski bara einhver sérviska í mér. Þrátt fyrir að elda sjaldan kóreskan mat, þá hefur þessi kóreski kjúklingur oft verið eldaður því […]

Pasta með rjómaosti, hráskinku og ruccola

Þessi pastaréttur varð til þegar ég lét mér detta í hug að nota rjómaost með karamellíseruðum lauk í pastarétt. Ég hafði aldrei notað þennan ost áður og var því í djúpum þönkum um hvað fleira ég ætti að setja í pastaréttinn. Á endanum var niðurstaðan sú að setja nautasoð, sveppatening, rjóma, mikið af nýmuldum svörtum […]

Karamellukaka með saltkaramellu kaffikremi

Flestir kannast eflaust við aðferðina að setja Royal súkkulaðibúðingsduft og bökunarkakó saman við djöflatertumix til þess að fá meira súkkulaðibragð af kökunni. Það hef ég margoft gert og er alltaf jafn ánægð með útkomuna. Þess vegna kom eiginlega ekki annað til greina en að prófa eitthvað svipað með vanillukökumixi. Ég bætti Royal karamellubúðing, sýrðum rjóma […]