Honey Garlic svínalund

Við erum mikið fyrir svínalund og þegar systir mín sendi mér uppskrift af svínalund sem er steikt á öllum hliðum og síðan bökuð upp úr hunangs-hvítlauks sósu varð ég mjög spennt og tók skjáskot en steingleymdi svo uppskriftinni í langan tíma. Svo loksins löngu, löngu seinna lét ég verða af því að prófa og varð […]

Bragðmikil tælensk hrísgrjón

Í síðustu viku birti ég mynd í stories á Instagram af fiski og tælenskum hrísgrjónum sem var í matinn hjá okkur það kvöldið og fékk nokkrar fyrirspurnir um hvort og hvenær þessar uppskriftir kæmu inn á bloggið. Hér kemur uppskriftin, og ekki seinna vænna, því þessi hrísgrjón eru algjört æði og gera allar máltíðir betri. […]

Ofnbakaður fiskur í camembert smurosta sósu

Mér þykir fátt betra heldur en hversdagsmatur og fiskur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er samt ódugleg við að prófa nýjar fiskiuppskriftir, af ástæðum sem ég er ekki alveg með á hreinu. Oftast elda ég bara sömu réttina aftur og aftur, viku eftir viku en svo inná milli prófa ég eitthvað nýtt. Þessi […]

Enchiladas með mexíkóosta sósu

Ég held mikið uppá mexíkóskan mat og þá sérstaklega enchiladas. Hugmyndina að þessum fékk ég þegar ég var að gera tiltekt í ísskápnum og ákvað að nota þau hráefni sem ég vildi losna við og gera enchiladas. Útkoman var æðislega góð og ekki skemmir fyrir hvað rétturinn er fljótgerður og ekki síðri deginum eftir. Þessi […]

Ostasalat með beikoni, döðlum og kryddídýfu

Ég dýrka ostasalöt og hef búið til og borðað ógrynni af þeim í gegnum tíðina. Þetta gamla góða með ananaskurli, púrrulauk og papriku stendur alltaf fyrir sínu og er gjörsamlega frábært. Það eru því stór orð þegar ég segi að þetta ostasalat, sem ég er búin að þróa uppskriftina af í dágóðan tíma, er það […]

Pasta með pylsum, beikoni og smurosti

Ég veit að flestir eiga sennilega sína uppskrift af rjómakenndu pylsupasta en þessi uppskrift, sem Laufey vinkona mín á heiðurinn af, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún bauð okkur vinkonunum oft í þennan rétt til sín, alltaf við rífandi lukku. Pylsur, beikon, rjómi, pasta… hamingjan verður taumlaus við að borða þennan dásamlega rétt. Meira […]

Kjötbollur í chilikóksósu

Ég hreinlega elska hefðbundnar heimagerðar kjötbollur með rjómasósu, kartöflumús og sultu og gæti auðveldlega lifað á þeim. Það gerðist þó í fyrra að ég eldaði klassískar kjötbollur og rjómasósu svo oft að bæði ég og sambýlismaðurinn fengum leið á þeim. Þá datt mér í hug að bregða aðeins út af vananum og elda kjötbollur í […]

Pasta eins og hjá Jóa Fel

Þegar bakaríin hans Jóa Fel voru og hétu fór ég oft þangað í hádeginu og fékk mér skinkupasta. Mér þótti (og þykir) það alveg dásamlega gott og syrgi bakaríin hans mikið, aðallega vegna þessa pastarétts sem ég fæ enn reglulega löngun í. Ég reyndi að finna uppskriftina með “gúggli” en fann aldrei neina uppskrift sem […]