Enchiladas með mexíkóosta sósu

Ég held mikið uppá mexíkóskan mat og þá sérstaklega enchiladas. Hugmyndina að þessum fékk ég þegar ég var að gera tiltekt í ísskápnum og ákvað að nota þau hráefni sem ég vildi losna við og gera enchiladas. Útkoman var æðislega góð og ekki skemmir fyrir hvað rétturinn er fljótgerður og ekki síðri deginum eftir. Þessi enchiladas eru ekta föstudagsmatur þar sem þau er fljótgerð, dásamlega góð og ættu að falla í kramið hjá öllum aldurshópum. Ef þið þolið illa sterkt, þá er um að gera að nota medium eða milda taco sósu og/eða minnka sriracha magnið í fyllingunni.

Kjúklinga enchiladas með mexíkóostasósu:

  • 5 dl rifinn grillaður kjúklingur
  • 200 g rifinn cheddar ostur
  • 1/2 dl sýrður rjómi
  • 6 msk sriracha
  • 1 krukka hot taco sósa
  • 1 mexíkóostur, rifinn
  • 1 kjúklingateningur
  • 2 dl matreiðslurjómi
  • 1 kjúklingateningur
  • 8 tortillakökur
  • Rifinn ostur, tegund og magn eftir smekk (ég notaði mexíkósku ostablönduna frá Gott í matinn)

Hitið ofn í 180°. Smyrjið eldfast mót. Blandið saman rifnum kjúkling, rifnum cheddar osti, sriracha og sýrðum rjóma. Skiptið blöndunni jafnt á 8 tortillur, rúllið þeim upp og raðið í eldfast mót. Setjið rifinn mexíkóost, matreiðslurjóma, taco sósu og kjúklingatening í pott og látið malla á miðlungsháum hita þar til osturinn er bráðnaður. Hellið sósunni yfir vefjurnar og gratínerið með osti. Bakið í 15-20 mínútur, eða þar til osturinn er kominn með fallegan lit. Berið fram með salati.

deila uppskrift:

Facebook
Twitter
Pinterest

Fleiri uppskriftir