Enchiladas með mexíkóosta sósu
Ég held mikið uppá mexíkóskan mat og þá sérstaklega enchiladas. Hugmyndina að þessum fékk ég þegar ég var að gera tiltekt í ísskápnum og ákvað að nota þau hráefni sem ég vildi losna við og gera enchiladas. Útkoman var æðislega góð og ekki skemmir fyrir hvað rétturinn er fljótgerður og ekki síðri deginum eftir. Þessi […]
Bourbon Chicken
Þegar ég bjó í Bandaríkjunum pantaði ég mér Bourbon Chicken á veitingastað og varð dolfallin við fyrsta bita. Síðan þá hef ég bæði borðað hann á veitingastöðum og í mínu eigin eldhúsi margoft og er alltaf hæst ánægð. Rétturinn er ekki beint hristur fram úr erminni og hráefnalistinn er langur, en ég lofa að rétturinn […]
Kínverskur sítrónu kjúklingur
Systir mín kynnti mig fyrir kínverskum sítrónukjúkling, eða chinese lemon chicken, og ég var fljót að finna uppskrift til þess að prófa hér heima. Þessi réttur er ekki beint fljótgerður en hann er vel þess virði að eyða tíma í að elda hann því hann er stórgóður. Ég hef ekki prófað aðrar uppskriftir en hugsa […]
Kjúklingur í panang curry
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af tælenskum mat og panang curry er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef prófað margar uppskriftir og finnst þessi, sem ég hef breytt töluvert í gegnum tíðina, sú besta sem ég hef smakkað. Ég mæli með að þið prófið þennan rétt, því hann er bæði dásamlega góður og […]
Kjúklingur í súrsætri sósu
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af asískum mat og finnst bæði gaman að matreiða og borða hann. Þess vegna varð ég mjög spennt þegar ég sá þessa uppskrift af kjúklingi í súrsætri sósu og setti réttinn strax á vikumatseðilinn. Mér þótti rétturinn hinsvegar ekki alveg nógu góður en fann hverju ég þyrfti að breyta […]