Ofnbakaður fiskur í parmesan raspi

Mánudagar eru langoftast fiskidagar hjá okkur, það er hefð sem ég held mjög fast í. Yfirleitt elda ég sömu réttina aftur og aftur (þessi lúðupanna er í miklu uppáhaldi) en stundum kemur það fyrir að ég bregð út af vananum og prófa eitthvað nýtt. Þessi fiskur í stökkum parmesan rasphjúp er stórgóður og skemmtileg tilbreyting […]

Gratíneraður fiskur með blaðlauk og papriku

Ég elska fisk en er samt frekar ódugleg við að prófa nýjar uppskriftir. Heima við held ég mig oft við sömu réttina svo mánuðum skiptir, hins vegar þegar ég fer á veitingastaði panta ég mér langoftast fiskrétti og fæ þá hugmyndir að nýjum réttum til að prófa heima. Það var einmitt þannig sem uppskriftin af […]

Heimsins bestu fiskibollur og karrísósa

Heimagerðar fiskibollur bornar fram með karrísósu og hrísgrjónum þykir mér algjör herramannsmatur. Þegar ég var yngri keypti ég fiskibollurnar tilbúnar en eftir að ég fór að gera þær sjálf vil ég hreinlega ekki sjá keyptar fiskibollur og skil ekk hversvegna mér þóttu þær góðar. Eftir að ég fékk mér hakkavél til þess að setja á […]

Lúðupanna með vínberjum

Í fyrra prófaði ég að elda hér heima þessa fiskipönnu frá Messanum. Mér þótti hún svo svakalega góð að ég hef eldað hana reglulega síðan og fór skömmu seinna á Messann, ásamt sambýlismanni mínum, til þess að prófa fleiri rétti frá þeim. Ég fékk mér bernaise plokkfisk en sambýlingurinn fékk sér steinbítspönnu, sem okkur þótti […]