Rjómapasta með pylsum og beikoni

Í vetur birti ég þessa uppskrift af pyslupasta með beikoni og smurosti sem kemur úr smiðju Laufeyjar vinkonu minnar. Það gerðist svo um daginn að ég fékk akút löngun í þetta pasta en ákvað að breyta hráefnunum aðeins. Ég bætti við gulri papriku, meiri púrrulauk, arómati og Campbell’s sveppasúpu og breytti hlutföllunum lítillega. Útkoman var […]

Louisiana kjúklinga pasta

Fyrir skömmu eldaði ég Lousiana pasta með stökkum kjúklingi eftir að hafa haft augastað á uppskriftinni í nokkrar vikur. Ég bauð uppá hann í matarboði og hann vakti rífandi lukku, svo það var svolítið vandræðalegt að þurfa að viðurkenna að mér fannst rétturinn bara alls ekki góður. Satt að segja fannst mér stökki kjúklingurinn alveg […]

Pasta með kjúklingi, beikoni, parmesan og hvítvíni

Það er svo gaman að setja inn uppskriftir sem eru öruggar til þess að falla í kramið hjá flestum. Þessi pastaréttur, sem ég er búin að þróa uppskriftina af í rúmlega ár, er einmitt þannig. Hann er einstaklega bragðgóður, skemmtilegt að elda hann og enn skemmtilegra að bera hann fram þar sem hann vekur alltaf […]

Spaghetti Carbonara

Ég elska Spaghettí Carbonara og þessi uppskrift er sú besta sem ég hef smakkað. Ekki skemmir fyrir hvað rétturinn er fljótgerður og einfaldur. Í alvöru Carbonara á að nota guanciale (grísakinn) og pecorino ost en ef þú finnur ekki slíkt er vel hægt að nota pancetta og/eða parmesan ost í staðinn. Pancetta hef ég keypt […]

Pasta með pylsum, beikoni og smurosti

Ég veit að flestir eiga sennilega sína uppskrift af rjómakenndu pylsupasta en þessi uppskrift, sem Laufey vinkona mín á heiðurinn af, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún bauð okkur vinkonunum oft í þennan rétt til sín, alltaf við rífandi lukku. Pylsur, beikon, rjómi, pasta… hamingjan verður taumlaus við að borða þennan dásamlega rétt. Meira […]

Pasta eins og hjá Jóa Fel

Þegar bakaríin hans Jóa Fel voru og hétu fór ég oft þangað í hádeginu og fékk mér skinkupasta. Mér þótti (og þykir) það alveg dásamlega gott og syrgi bakaríin hans mikið, aðallega vegna þessa pastarétts sem ég fæ enn reglulega löngun í. Ég reyndi að finna uppskriftina með “gúggli” en fann aldrei neina uppskrift sem […]