Bragðmikill beikonvafinn kjöthleifur
Kjöthleifur borinn fram með kartöflumús, rjómasósu og sultu er í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda er slík máltíð alveg sérlega notaleg. Þennan kjöthleif setti ég saman úr því sem ég átti til í ísskápnum og útkoman var besti kjöthleifur sem við höfum smakkað. Sambýlingurinn sagðist gefa honum 10 í einkunn og sagði kjöthleifinn „hættulega góðan“. […]
Kjöthleifur með tómatsósugljáa
Þegar ég var lítil eldaði mamma oft kjöthleif (sem hún kallaði alltaf svikinn héra) með beikoni utan um og bar hann fram með kartöflum, brúnni sósu og sultu. Mér þótti það alveg ofsalega gott en þegar ég bað hana um uppskriftina sagði hún mér að hún fór aldrei eftir neinni uppskrift, heldur notaði hún bara […]