Þristakaka með saltkaramellu þristakremi

Um páskana gerði ég svo dásamlega súkkulaðiköku með þristum og þristasaltkremi að orð hreinlega fá henni ekki lýst. Hún er lungamjúk, blaut í sér, með þristabitum og silkimjúku kremi úr þristum og saltkaramellu. Þessa köku má enginn súkkulaðiunnandi láta fram hjá sér fara, því hún er bara svo dásamlega góð. Þristakaka: Hitið ofninn í 180°. […]