Skip to content
  • Um mig
  • Leita
Menu
  • Um mig
  • Leita
Hafa samband

Tag: kartöflumús með hvítlauk

Andrea Gunnarsdóttir

andrea.gunnars

Pasta með beikoni, smjörsteiktum sveppum, karame Pasta með beikoni, smjörsteiktum sveppum, karamelluseruðum lauk, hvítlauk, camembert smurosti, rjóma og steinselju er ómótstæðilegur pastaréttur sem fellur í kramið hjá flestum. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com 🫶🏻
Ég geri alltaf vikumatseðla og stórinnkaup fyri Ég geri alltaf vikumatseðla og stórinnkaup fyrir heimilið um helgar, bæði af því ég elska gott skipulag og til þess að auðvelda okkur lífið. Ekki skemmir fyrir hvað það lýsir upp hversdagsleikann að hlakka til að elda og borða góðan mat. Þar sem helgin er rétt handan við hornið finnst mér upplagt að deila með ykkur tillögu að vikumatseðli og vona að það nýtist ykkur vel. 

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur með gullosti og hvítlauksosti þykir mér frábær byrjun á vikunni. 
Þriðjudagur: Kjötbollur með pepperoni og piparsósu. 
Miðvikudagur: Spaghetti Carbonara. Einfalt, fljótlegt og gott. 
Fimmtudagur: Enchiladas með mexíkóostasósu. 
Föstudagur: Kjúklingur í súrsætri sósu. 
Laugardagur: Djúpsteikt ýsu-gratín er klikkgott og fullkominn laugardagsmatur. 
Sunnudagur: Pork Wellington með sveppasósu er stórgott og skemmtileg tilbreyting frá Beef Wellington og er líka töluvert ódýrari máltíð. Frábær sunnudagsmatur. 

Þessar uppskriftir finnur þú á andreagunnars.com 🫶🏻
1. Ofnbökuð ídýfa með chili sultu og beikoni 1. Ofnbökuð ídýfa með chili sultu og beikoni er öruggt kort sem slær alltaf í gegn. 
2. Ostafylltar tartalettur með karamelluseruðum lauk eru út úr þessum heimi góðar og hverfa alltaf hratt af borðinu. Rifsberjahlaup er ómissandi með. 
3. Súrdeigspizza með bláberjasultu, brie osti, hráskinku, ruccola og parmesan osti er dásamlega góð og tilvalin í Eurovision partíið þar sem hún verður betri þegar hún kólnar. 
4. Tortillarúllur með döðlum og beikoni eru súper einfaldar í gerð, brjálæðislega góðar og fallegar á borði. Fullkomið sjónvarpssnarl. 
5. Ostasalat með beikoni, döðlum, chili og kryddídýfu vekur rífandi lukku hvar og hvenær sem er. 
6. Humarrúllur með beikoni og chili majó er skotheldur hittari. 
7. Köld ídýfa með púrrulaukssúpu, beikoni og kjúkling hverfur alltaf hratt af borðinu. 
8. Korean Fried Chicken er dásamlega klístraður, stökkur og bragðmikill. Ég gæti lifað á þessu!
9. Beikonvafin jalapeno popper pylsubrauð er klikkgott snarl sem kemur skemmtilega á óvart. 
10. Ostastangir með pepperoni eru hættulega góðar og það er nauðsynlegt að bera þær fram með piparostasósu. 

Þessar uppskriftir finnur þú á andreagunnars.com. 🥰
Beikonvafin kalkúnabringa borin fram með Kantare Beikonvafin kalkúnabringa borin fram með Kantarell - og sjamponjongsaus frá Toro er stórgóð máltíð sem passar vel við öll betri tilefni, þegar maður vill gera sérlega vel við sig og sína og í raun bara hvenær sem er. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com en hún er unnin í samstarfi við @lindsay.heildsala
Svínahamborgarhryggur með rauðvíns-kóksósu s Svínahamborgarhryggur með rauðvíns-kóksósu smellpassar um páskana og í raun bara hvenær sem er. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com en hún er unnin í samstarfi við @lindsay.heildsala 🫶🏻
Lúða í súrsætri sósu er einn af okkar allra Lúða í súrsætri sósu er einn af okkar allra uppáhalds réttum og er reglulega á borðum hjá okkur. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com 🫶🏻
Marengsterta með karamellusósu, saltkaramellu-kókosbollu-rjóma, daim og jarðaberjum er besta marengsterta í heimi, þó ég segi sjálf frá. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com en hún er unnin í samstarfi við John Lindsay. 🫶🏻
Framundan er einn af mínum uppáhalds dögum, nef Framundan er einn af mínum uppáhalds dögum, nefnilega bolludagurinn. Í tilefni þess langar mig að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds bollu uppskriftum sem passa vel sem kvöldmatur á bolludaginn. 

1. Kjötbollur í chili-kóksósu eru stórkostlega góðar kjötbollur og skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum kjötbollum. 
2. Kjötbollur með beikoni, parmesan osti og Dijon sinnepi bornar fram með rjómasósu og kartöflumús er heimilismatur eins og hann gerist bestur. 
3. Kjötbollur með pepperoni og piparsósu er dásamleg máltíð sem allir kunna að meta. 
4. Heimsins bestu fiskibollur og karrísósa falla í kramið hjá öllum fiskunnendum.

Þessar uppskriftir finnur þú á andreagunnars.com 🤎
Nú þegar helgi nálgast finnst mér upplagt að Nú þegar helgi nálgast finnst mér upplagt að deila minni tillögu að matseðli fyrir komandi viku. Ég vil alltaf nýta helgarnar til þess að gera stórinnkaup og fara vel skipulögð inn í nýja viku, vitandi að allt sem ég þarf fyrir eldamennsku vikunnar er tilbúið í ísskápnum þegar ég kem heim úr vinnunni. 

Mánudagur: Lúðupanna með vínberjum er uppáhalds maturinn okkar og ég get ekki hugsað mér betri byrjun á vikunni. 
Þriðjudagur: Beikonvafinn kjöthleifur borinn fram með rjómasósu, kartöflumús og rifsberjahlaupi er virkilega notaleg máltíð sem allir kunna að meta. 
Miðvikudagur: Ofnbakaður fiskur með gullosti, hvítlauksosti og kartöfluflögum borinn fram með hrísgrjónum. 
Fimmtudagur: Pasta með kjúklingi, beikoni og hvítvíni. 
Föstudagur: Eðlupizza með nautahakki er fullkomin leið til þess að enda vinnuvikuna. 
Laugardagur: Korean Fried Chicken er klikkgóður réttur sem er upplagt að borða í sjónvarpssófanum. Sagan segir að það sé syndsamlega gott að fá sér ískaldan bjór með…
Sunnudagur: Nautagúllas með Guinness bjór og rauðvíni er fullkominn endir á helginni.
Til að auðvelda mér lífið þykir mér mjög g Til að auðvelda mér lífið þykir mér mjög gott að gera vikumatseðla og nýta helgina á undan komandi viku til þess að gera stórinnkaup fyrir heimilið. Það er svo þægilegt að koma heim úr vinnu vitandi að allt sem ég þarf fyrir kvöldmatinn er tilbúið til notkunar í ísskápnum. Auðvitað kemur fyrir að ég fæ aðrar hugmyndir á síðustu stundu eða man eftir hráefni á síðasta snúningi sem þarf að nota sem fyrst og þá skipti ég um rétt dagsins en ég fer eftir þessum vikumatseðlum í grófum dráttum. Hér er mín tillaga að matseðli komandi viku:

Mánudagur: Gratíneraður fiskur með púrrulauk og papriku. 
Þriðjudagur: Kjötbollur í chilikóksósu. 
Miðvikudagur: Tómatsúpa og grillaðar ostasamlokur. 
Fimmtudagur: Þorskur með pepperoni osti, sweet chili og paprikuflögum. 
Föstudagur: Tælenskur kasjúhnetu kjúklingur. 
Laugardagur: Pasta með kjúklingi, beikoni og hvítvíni. 
Sunnudagur: Steikarlokur með karamelluseruðum lauk. 

Þessar uppskriftir finnur þú á andreagunnars.com 🫶🏻
Til gamans ákvað ég að taka saman vinsælustu Til gamans ákvað ég að taka saman vinsælustu uppskriftir ársins 2024 á blogginu hjá mér. Það er áhugavert að fara yfir árið og sjá hvaða uppskriftir það eru sem hafa vakið mesta hrifningu hjá lesendum bloggsins og ætla ég að deila lista yfir 10 vinsælustu uppskriftirnar mínar. Einnig vil ég þakka öllum sem gefa sér tíma í að lesa litla bloggið mitt og sérstaklega þeim sem hafa sent mér fallegar kveðjur. 🤎 

1. Salisbury steik í sveppasósu er vinsælasta uppskriftin á blogginu sem kemur mér alls ekki á óvart. Rétturinn er dásamlega góður og einfalt að útbúa hann. 
2. Ostasalat með beikoni, döðlum og kryddídýfu er næst vinsælasta uppskrift ársins sem kemur engan veginn á óvart. Brjálæðislega gott salat sem passar við öll tækifæri og vekur alltaf mikla lukku. 
3.  Lúðupanna með vínberjum vermir þriðja sæti listans sem gleður mig afskaplega mikið þar sem hún er uppáhalds maturinn okkar og við borðum hana í hverri viku. 
4. “Marry Me” kjúklingapasta er fjórða vinsælasta uppskrift ársins. Æðislega góður og fljótlegur réttur. 
5. Hægeldaður nautahnakki í kóksósu er fimmta vinsælasta uppskrift ársins. Óvenjulegur en mjög bragðgóður réttur. 
6. Þristakaka með saltkaramellu-þristakremi er sjötta vinsælasta uppskrift ársins og skal það engan undra. Dásamlega góð kaka sem lýsir upp líkama og sál. 
7. Ungverskt nautagúllas er sjöunda vinsælasta uppskrift ársins. Namm!
8. Karamellukaka með saltkaramellu-kaffikremi er í áttunda sæti. Yndisleg kaka sem allir þurfa að prófa. 
9. Sturlaðar ostafylltar tartalettur eru í níunda sæti, þrátt fyrir að hafa ekki ratað inn á bloggið fyrr en í lok árs. Klikkgóðar. 
10. Skinkupasta með brokkolí og kjúklingi er í tíunda sæti. Barnvænn og stórgóður réttur. 

Þessar uppskriftir finnur þú á andreagunnars.com 🫶🏻
Tælenskur kasjúhnetu kjúklingur er klikkgóður Tælenskur kasjúhnetu kjúklingur er klikkgóður réttur sem allir verða að prófa. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com 🤎
2024. 🥰 2024. 🥰
Haustið. 🫶🏻 Haustið. 🫶🏻
Saltkaramellu súkkulaðibitakaka í steypujárnsp Saltkaramellu súkkulaðibitakaka í steypujárnspönnu er út úr þessum heimi góð kaka sem enginn má láta fram hjá sér fara. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com en hún er unnin í samstarfi við John Lindsay. 🤎
Púrrulaukssúpu ídýfa með kjúkling, beikoni o Púrrulaukssúpu ídýfa með kjúkling, beikoni og cheddar osti er stórgóð ídýfa sem smellpassar í sjónvarpssófanum um helgar. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com en hún er unnin í samstarfi við John Lindsay. 🤎
Kalkúnn með villisveppasósu, fyllingu með beik Kalkúnn með villisveppasósu, fyllingu með beikoni og döðlum, sickerssalati, smjörsoðnum maís og sætkartöflustöppu er ómótstæðileg veisla sem smellpassar á Thanksgiving, jólunum, áramótunum og líka þegar mann langar hreinlega bara að birta upp skammdegið. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com en hún er unnin í samstarfi við John Lindsay. 🫶🏻
Steikarloka með karamelluseruðum lauk er þrælg Steikarloka með karamelluseruðum lauk er þrælgóð og enginn má láta hana fram hjá sér fara. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com 🫶🏻
Rjómapasta með pylsum og beikoni slær í gegn h Rjómapasta með pylsum og beikoni slær í gegn hjá öllum aldurshópum. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com 🫶🏻
Milljón dollara spaghettí með beikoni og púrru Milljón dollara spaghettí með beikoni og púrrulaukssúpu er einstaklega góður og fjölskylduvænn réttur og slær alltaf í gegn. Uppskriftina finnur þú á andreagunnars.com en hún er unnin í samstarfi við John Lindsay. 🫶🏻
Load More Follow on Instagram
logo
andreagunnars.com