Skinkupasta með kjúklingi og brokkolí

Þetta skinkupasta bjó ég til um helgina og það sló svo svakalega í gegn að mér var sagt að uppskriftin yrði að fara beinustu leið á bloggið. Ég er ekki ósammála, þessi pastaréttur var svo ótrúlega bragðgóður, silkimjúkur og djúsí að ég bara ætlaði ekki að geta hætt að borða þegar ég byrjaði. Maðurinn minn, […]

„Marry Me“ kjúklinga pasta

Flestir kannast eflaust við hinn fræga rétt Marry Me Chicken. Ég hef eldað þann rétt margoft og alltaf við mikla lukku, enda er rétturinn stórgóður og nafninu er ekki ofaukið að mínu mati. Það var því ekki við öðru að búast en að ég yrði mjög spennt þegar ég sá uppskriftir af Marry Me Chicken […]

Spaghetti Carbonara

Ég elska Spaghettí Carbonara og þessi uppskrift er sú besta sem ég hef smakkað. Ekki skemmir fyrir hvað rétturinn er fljótgerður og einfaldur. Í alvöru Carbonara á að nota guanciale (grísakinn) og pecorino ost en ef þú finnur ekki slíkt er vel hægt að nota pancetta og/eða parmesan ost í staðinn. Pancetta hef ég keypt […]