Sturlaðar ostafylltar tartalettur

Þó ég segi sjálf frá, þá eru þessar ostafylltu tartalettur með karamelluseruðum lauk, hvítlauk, sveppum, piparosti og gullosti gjörsamlega sturlaðar. Ég hef árum saman gert tartalettur eftir uppskrift frá Evu Laufeyju og borið fram yfir Kryddsíldinni á gamlársdag (og ber þær fram með bjór og mimosum) og geri alltaf tartalettur úr afgangs hamborgarhrygg á jólunum […]