Marengsterta með mokkarjóma

Um helgina bauð ég fólki til okkar í mat og gerði svo brjálæðislega góða marengstertu að ég má til með að gefa uppskriftina af henni þó tertan hafi því miður ekki myndast nógu vel. Það var mjög grátt úti þennan dag og sama hvað ég reyndi, þá bara leit tertan ekki nógu vel út í […]

Lúða í súrsætri sósu

Lúða er uppáhalds fiskurinn okkar og það var ekki við öðru að búast en að ég fengi stjörnur í augun þegar ég sá uppskrift af lúðu í súrsætri sósu á veraldarvefnum. Við elskum lúðu, við elskum súrsæta sósu og í raun allan klístraðan asískan mat. Ég breytti því vikumatseðlinum lítillega og eldaði réttinn strax deginum […]

Fljótlegt og stórgott nautagúllas

Þegar ég kynntist manninum mínum var hann ansi fljótur að átta sig á að ég er nokkuð flink í eldhúsinu, alveg eins og konan hans heitin var. Hann sagði mér þá frá nautagúllasi sem hún bjó reglulega til sem fjölskyldan kallaði „fljótsteik“ og var í miklu uppáhaldi hjá öllum. Uppskriftin fór með henni þegar hún […]

Besta marengsterta í heimi

Ég er alin upp við að það séu marengstertur í afmælum, fermingum, á jólunum og í matarboðum. Meira að segja fermingarkakan mín var marengsterta. Þrátt fyrir það hef ég aldrei verið neitt svakalega sólgin í marengstertur, því mér finnst þær alltaf eitthvað of eða van. Of sætar, ekki nógu sætar, of mikill þeyttur rjómi… alltaf […]

Ofnbökuð ídýfa með chili sultu

Fyrir skömmu útbjó ég nokkra rétti fyrir matarhornið hjá Morgunblaðinu þegar HM í handbolta stóð yfir. Ég bjó meðal annars til tortilla rúllur með döðlum og ofnbakaða ídýfu með beikoni, chili sultu, cheddar osti og vorlauk. Ég fattaði svo allt í einu eftir að ég steingleymdi að setja ídýfuna inn á bloggið, svo hér kemur […]

Black Pepper Chicken

Við á þessu heimili erum alveg einstaklega hrifin af öllum sterkum og klístruðum asískum mat. Því vissi ég, um leið og ég sá þessa uppskrift á Pinterest, að þetta myndi slá í gegn hjá okkur. Ég eldaði réttinn stuttu seinna og það er óhætt að segja að hann vakti mikla lukku. Við kláruðum hann upp […]

Pizza með bláberjasultu

Ég fékk matarkörfu með allskonar gúmmelaði í jólagjöf frá vinnunni, sú karfa innihélt m.a. Brie ost sem mér fannst upplagt að nota á súrdeigspizzu með hráskinku. Svo datt mér í hug að nota bláberjasultu í staðinn fyrir pizzasósu og dreifa ruccola og parmesan osti yfir pizzuna. Útkoman var gjörsamlega klikkgóð og pizzan varð bara betri […]

Saltkaramellu ostakaka

Ég gjörsamlega dýrka ostakökur. Þær eru svo dásamlega bragðgóðar, léttar í maga og oftar en ekki alveg gullfallegar á borði. Þegar ég bjó í Boston gerði ég mér reglulega ferð á Cheesecake Factory og keypti mér nokkrar sneiðar til þess að taka með mér heim og eiga í ísskápnum og naut þess afskaplega mikið. Einnig […]

Kjötbollur með pepperoni og piparsósa

Ég elska heimilismat og kjötbollur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þessar kjötbollur með pepperoni, parmesan osti, Tuc kexi og Bezt á flest kryddblöndu eru brjálæðislega góðar og skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum kjötbollum. Ég bar þær fram með ofnbökuðum kartöfluhelmingum (uppáhald til margra ára!) og piparsósu sem er út úr þessum heimi góð og passar […]

Sloppy Joes með beikoni og bjór

Í kvöld eldaði ég svo brjálæðislega góðan kvöldmat að ég get bara ekki setið á mér og verð að deila uppskriftinni samstundis. Um er að ræða ofnbakaða Sloppy Joes með beikoni, bjór, cheddar osti og dásamlegum gljáa úr sinnepi, púðursykri og smjöri. Við vorum með gesti í mat og við bara ætluðum ekki að geta […]