Kjúklingur og beikon í piparostasósu

Ég eldaði þennan rétt fyrir nokkrum vikum og okkur fannst hann alveg stórkostlega góður, en mér brá heldur betur þegar ég skoðaði myndirnar sem ég tók og sá hvað rétturinn hafði myndast skelfilega illa. Rétturinn var mjög fallegur á borði, reyndar svo að það var það fyrsta sem maðurinn minn sagði þegar hann settist við […]
Asískur kasjúhnetu kjúklingur

Glöggir lesendur hafa örugglega tekið eftir því að ég er mjög hrifin af asískum mat. Tælenskur kasjúnhetu kjúklingurinn sem ég setti á bloggið í byrjun árs er einn af vinsælustu réttunum á blogginu og líka einn uppáhalds réttur okkar á heimilinu, ég eldaði hann svo oft á tímabili að við ákváðum fyrir nokkrum mánuðum að […]
„Marry Me“ kjúklingabollur

Flestir kannast eflaust við hinn víðfræga rétt Marry Me Chicken. Ég hef eldað hann og Marry Me kjúklingapasta óteljandi sinnum, alltaf við mikla lukku. Ég varð því mjög spennt þegar ég sá Marry Me kjúklingabollur á Pinterest og prófaði réttinn skömmu seinna. Okkur fannst hann mjög góður og skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum kjötbollum. Það er […]
Djúpsteikt svínakjöt í dragonsósu

Í dag er 17. júní og ég skammast mín ekkert fyrir að ætla að vera heima og hafa það notalegt í dag. Satt að segja hef ég aldrei verið fyrir svona hátíðadaga þar sem allir staðir fyllast af fólki, það gengur ekkert að fá borð á veitingastöðum (og ef maður finnur eitthvað laust borð er […]
Muffins með súkkulaði og kanil

Í fyrra útbjó ég nokkrar nestishugmyndir fyrir Matarhornið hjá Morgunblaðinu. Meðal þess sem ég útbjó voru þessi dásamlega góðu muffins með kanil og súkkulaðibitum. Ég var búin að steingleyma þeim en var svo í baksturshugleiðingum í dag (enda ekki annað hægt með þetta veður í gangi!) og mundi þá að ég átti eftir að setja […]
Mongolian Chicken sem rífur í

Ég hef haft lítinn tíma til þess að sinna blogginu undanfarið, sem mér finnst afskaplega leiðinlegt. Ég hef mjög gaman af öllu sem tengist blogginu en allt tekur þetta tíma og stundum eru bara ekki nógu margir tímar í sólarhringnum. Síðustu vikur hafa verið mjög annasamar og ég hef verið mikið í að elda einfalda […]
Himneskar ofnbakaðar kjötbollur

Ég elska kjötbollur með rjómasósu og rifsberjahlaupi og gæti eflaust lifað á slíkum mat vikum saman án þess að fá leið á því. Kjötbollur eru eiginlega haust- og vetrarmatur fyrir mér og því finnst mér upplagt að deila uppskriftinni af þeim núna, þó það eigi að heita sumar enda er góður matur nokkurn veginn það […]
Kjúklingasósan hennar Freyju

Þessi dásamlega góða kjúklingasósa kemur frá kærri vinkonu, sem var svo elskuleg að gefa mér uppskriftina og leyfi til þess að setja hana á bloggið. Takk elsku Freyja, fyrir uppskriftina og allt hitt. Þessi sósa er svo dásamlega góð að maður gæti hreinlega drukkið hana. Ekki skemmir fyrir hvað hún er súper einföld í gerð […]
Pasta með camembert og beikoni

Fyrir skömmu var ég í fríi frá vinnunni þar sem betri helmingurinn átti stórafmæli og ég vildi láta alla vikuna snúast um hann af því hann er er jú bara svo dásamlegur og á allt hið besta skilið. Ég ákvað fyrirfram (ég geri vikumatseðla og stórinnkaup allar helgar, mjög þægilegt og auðveldar vinnuvikuna) að einn […]
Kartöflumús úr soðnum kartöfluflögum

Fyrir skömmu sendi systir mín mér myndband á Tik Tok þar sem kartöfluflögur voru soðnar í vatni, látið renna af þeim og gerð kartöflumús úr þeim. Systir mín sagðist hafa prófað þetta og bætt við ferskrifnum parmesan osti, rjómaosti, smjöri, sýrðum rjóma, ógrynni af hvítlauksdufti, salti, pipar og smá rjóma og að úr þessu hafi […]