Gjörsamlega sturluð kokteilsósa

Ég er búin að vera frekar löt í eldhúsinu undanfarið og ákvað í kvöld að setja frosinn fisk í raspi og franskar í ofninn og bera fram með kokteilsósu og hrásalati. Ég hélt að ég ætti keypta kokteilsósu hér heima en það reyndist rangt, svo ég ákvað að hræra bara sjálf í kokteilsósu, þar sem ég átti öll hráefnin sem þurfti. Ég setti smá safa af súrum gúrkum, smá gult sinnep, svolítið af Lawry’s season salt og útkoman var svo æðisleg að ég má til með að gefa uppskriftina núna strax. Ótrúlega bragðmikil og góð kokteilsósa sem verður gerð aftur og aftur. Ég mældi ekki nein hráefnin sérstaklega, nema majónesið, og gerði þetta bara eftir tilfinningu, það er mikilvægt að byrja með smá af kryddunum og smakka til.

Kokteilsósa:

  • 8 kúfaðar msk Hellmann’s majónes, ég notaði borðmatskeið
  • 1-2 msk tómatsósa
  • 1-2 tsk safi frá súrum gúrkum í krukku
  • 3 tsk gult sinnep
  • 1/2-1 tsk Lawry’s seasoned salt

Öllu er hrært saman. Þynnið sósuna með majónesi ef ykkur finnst hún of bragðsterk. Geymið í ísskáp þar til borið fram.

deila uppskrift:

Facebook
Twitter
Pinterest

Fleiri uppskriftir