Kjötbollur með pepperoni og piparsósa

Ég elska heimilismat og kjötbollur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þessar kjötbollur með pepperoni, parmesan osti, Tuc kexi og Bezt á flest kryddblöndu eru brjálæðislega góðar og skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum kjötbollum. Ég bar þær fram með ofnbökuðum kartöfluhelmingum (uppáhald til margra ára!) og piparsósu sem er út úr þessum heimi góð og passar reyndar með öllu. Sósuna hef ég líka borið fram með nautafilé, snitseli og kjúklingi og hún smellpassar við þetta allt eins og hönd í hanska. Prófið!

Kjötbollur með pepperoni

  • 900 g nautahakk
  • 1 bréf pepperoni, kurlað (ég setti það í matvinnsluvél)
  • 1 pakki Tuc kex með paprikubragði, grófmulið
  • 1 dl rifinn parmesan ostur
  • 1 dl tómatsósa
  • 1 egg + 1 eggjarauða
  • 1 msk Worcestershire sósa
  • 1/2 msk Bezt á flest kryddblanda

Hitið ofn í 180°. Klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Blandið öllum hráefnunum vel saman og mótið frekar litlar bollur og raðið þeim á ofnplötuna. Eldið í ofni í 15-20 mínútur.

Piparsósa:

  • Smá smjör
  • 1 bréf piparsósa frá TORO
  • 1 piparostur, rifinn
  • 1 nautateningur
  • 2.5 dl nautasoð
  • 2.5 dl nýmjólk
  • 2 msk rjómi
  • 1 tsk koníak
  • 1-2 tsk rifsberjahlaup
  • Smá hvítur pipar

Bræðið örlítið smjör í litlum potti. Bætið rifnum piparosti, nautatening, nautasoði og piparsósudufti í pottinn og látið suðuna koma upp. Þegar teningurinn og osturinn eru bráðnaðir er mjólkinni bætt í pottinn og þetta látið malla í 10 mínútur. Smakkið til með rifsberjahlaupi, koníaki og hvítum pipar. Rétt áður en sósan er borin fram er 2 msk af rjóma bætt í pottinn og sósan látin malla í hálfa mínútu til viðbótar.

*Færslan er unnin í samstarfi við John Lindsay

deila uppskrift:

Facebook
Twitter
Pinterest

Fleiri uppskriftir