„Marry Me“ lax á einni pönnu

Flestir kannast eflaust við hinn fræga rétt „Marry Me Chicken“, enda hefur rétturinn farið sem stormsveipur um veraldarvefinn undanfarin misseri. „Marry Me Chicken“ er í miklu uppáhaldi hjá okkur og „Marry Me“ kjúklingapasta klikkar aldrei. Þar sem við elskum lax á þessu heimili, þá kom ekki annað til greina en að prófa „Marry Me“ lax sem ég rak augun í á Pinterest. Rétturinn reyndist vera stórgóður og hann er allur gerður á einni pönnu, sem er mikill kostur.

„Marry Me“ lax:

  • 800 g lax, skorinn í passlega bita
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk þurrkuð basilika
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1⁄2 þurrkað timijan
  • 1 tsk rauðar chiliflögur
  • 1⁄2 tsk salt
  • 1⁄2 tsk nýmulinn svartur pipar
  • 1 bolli kjúklingasoð
  • 1⁄2 bolli rjómi
  • 5 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 1⁄2 bolli ferskrifinn parmesan ostur

Blandið kryddunum saman í lítilli skál. Nuddið helmingnum af kryddblöndunni á laxabitana. Hitið 2 msk af ólífuolíu á rúmgóðri pönnu. Þegar olían er orðin mjög heit er laxinn steiktur á pönnunni á báðum hliðum í 4 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið hvítlauk og sólþurrkaða tómata á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur á lágum hita. Hellið kjúklingasoðinu á pönnuna og notið sleif til þess að skrapa allt af botninum á pönnunni saman við soðið. Bætið rjóma, parmesan osti og restinni af kryddblöndunni á pönnuna og blandið öllu vel saman. Hækkið hitann aðeins og látið sósuna malla í 10-15 mínútur, eða þar til hún er orðin passlega heit. Setjið laxinn á pönnuna og látið hann malla í sósunni í 5 mínútur. Berið strax fram.

deila uppskrift:

Facebook
Twitter
Pinterest

Fleiri uppskriftir