Köld ídýfa með kjúkling og beikoni

Ég gjörsamlega elska gömlu, góðu púrrulauksídýfuna sem samanstendur af sýrðum rjóma og púrrulaukssúpudufti. Fyrir skömmu, þá langaði mig svakalega í svoleiðis ídýfu en langaði til þess að hafa hana matmeiri og bera hana fram sem kvöldmat. Úr varð að ég blandaði saman sýrðum rjóma, rjómaosti, cheddar osti, rifnum kjúklingi og beikoni og bar herglegheitin fram með ristuðu snittubrauði og tortillaflögum. Þetta sló rækilega í gegn og ég var beðin um að græja svona fljótlega aftur. Þetta er ekta matur sem er upplagt að njóta í sjónvarpssófanum á föstudagskvöldi þegar vinnuvikan er yfirstaðin og mann langar bara til þess að hafa það notalegt. Einfalt, fljótlegt og brjálæðislega gott.

Köld ídýfa með kjúkling og beikoni:

  • 1 dós sýrður rjómi (18% eða feitari)
  • 400 g rjómaostur
  • 3-4 handfylli rifinn cheddar ostur
  • 1 pakki púrrulaukssúpuduft frá TORO
  • 2 bollar rifinn grillaður kjúklingur
  • 200 g beikon, skorið í strimla og steikt þar til stökkt

Hrærið öllu vel saman og hellið í fat eða eldfast mót. Berið fram með snittubrauði, snakki, kexi eða hverju sem hugurinn girnist.

*Færslan er unnin í samstarfi við John Lindsay

deila uppskrift:

Facebook
Twitter
Pinterest

Fleiri uppskriftir