Pasta að hætti Jóa Fel

Þegar bakaríin hans Jóa Fel voru og hétu fór ég oft þangað í hádeginu og fékk mér skinkupasta. Mér þótti (og þykir) það alveg dásamlega gott og syrgi bakaríin hans mikið, aðallega vegna þessa pastarétts sem ég fæ enn reglulega löngun í. Ég reyndi að finna uppskriftina með “gúggli” en fann aldrei neina uppskrift sem mér fannst komast nógu nálægt hans en ákvað í gærkvöldi að reyna að leika uppskriftina eftir tilfinningu og ég held hreinlega að mér hafi tekist ætlunarverkið, rétturinn minn bragðast alveg eins og skinkupastað hans Jóa Fel, a.m.k. eins og ég man eftir því. Hér er uppskriftin ef þið viljið prófa!

Pasta að hætti Jóa Fel (uppskrift fyrir ca. 6):

 • 1 rauð paprika
 • 1 græn paprika
 • 250 g (1 box) sveppir
 • 250 g skinka
 • 1 box sveppasmurostur (300 g)
 • 150 g beikonsmurostur
 • 150 g rjómaostur
 • 300 ml kjúklingasoð
 • 175 ml rjómi
 • 1/2 kjúklingateningur
 • 1/2 grænmetisteningur
 • Nýmulinn svartur pipar
 • Smjör til steikingar
 • 500 g pasta

Sneiðið sveppina, skerið paprikur í teninga og skerið skinkuna í bita. Steikið sveppina upp úr vel af smjöri, þar til þeir hafa minnkað aðeins í umfangi og safi farinn að koma úr þeim. Bætið þá skinkunni á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mínútur. Setjið næst paprikur á pönnuna og látið þær mýkjast aðeins. Bætið næst sveppasmurosti, beikonsmurosti og rjómaosti á pönnuna og hrærið öllu vel saman. Þegar osturinn er byrjaður að bráðna, bætið þá kjúklingasoðinu, rjóma og kjúklinga- og grænmetisteningum á pönnuna og látið suðuna koma upp.

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum í vel söltu vatni og látið rjómasósuna malla á pönnunni á lágum hita á meðan. Smakkið til með nýmuldum pipar. Þykkið sósuna með maizena ef ykkur finnst hún of þunn (ég vil hafa hana vel þykka, þá hjúpar hún pastað ó, svo vel). Þegar pastað er tilbúið, bætið því á pönnuna og látið allt malla saman í 2-3 mínútur. Berið fram með góðu brauði.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: