Fiskipanna frá Messanum

Í haust prófaði ég að elda hér heima þessa fiskipönnu frá Messanum. Mér þótti hún svo svakalega góð að ég hef eldað hana reglulega síðan og fór skömmu seinna á Messann, ásamt sambýlismanni mínum, til þess að prófa fleiri rétti frá þeim. Ég fékk mér bernaise plokkfisk en sambýlingurinn fékk sér steinbítspönnu, sem okkur þótti báðum stórgóð. Síðar fann ég uppskriftina að steinbítspönnunni til þess að geta prófað hana í eldhúsinu mínu. Ég gerði nokkrar breytingar á uppskriftinni – ég notaði m.a. lúðu í stað steinbíts – og útkoman var æðisleg! Ég mæli eindregið með að þið prófið.

Fiskipanna frá Messanum

  • 4-500 g lúða
  • 200 ml hvítvín
  • 300 ml rjómi
  • 2-3 kúfaðar msk rjómaostur
  • Hveiti til að velta fiskinum upp úr
  • Aromat
  • Kjöt&grillkrydd
  • Chili krydd
  • Nýmulinn svartur pipar
  • Lítið handfylli fersk steinselja, söxuð smátt
  • Ferskrifinn parmesan ostur eftir smekk
  • 1 lítil rauð paprika
  • 1 lúka rauð vínber
  • 2 lúkur ruccola
  • 1 búnt vorlaukur

Byrjið á að skera vorlaukinn og paprikuna og steikið upp úr ólífuolíu (eða jafnvel hvítlauksólífuolíu) þangað til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Skerið fiskinn í passlega bita og veltið upp úr hveiti sem hefur verið kryddað með vel af kjöt&grill kryddi, aromati og chili kryddi. Steikið fiskinn á báðum hliðum upp úr vel af smjöri og bætið þá vorlauknum og paprikunni á pönnuna. Hellið hvítvíni yfir og látið sjóða niður um ca. 1/3. Bætið næst rjóma, rjómaosti og ferskrifnum parmesan á pönnuna. Látið sósuna þykkna aðeins og kryddið með nýmuldum svörtum pipar, grillkryddi, aromati og chili eftir smekk – afar mikilvægt að smakka til, mér finnst gott að hafa vel af kryddum. Þegar sósan er orðin þykk og góð er lúku af vínberjum og smátt saxaðri steinselju bætt út í og látið malla í smástund.

Þegar rétturinn er tilbúinn er 2-3 lúkum af ruccola raðað yfir réttinn á pönnunni. Ég mæli með að bera réttinn fram með grjónum, enda er aðalmálið hér að ná sem mestri sósu með hverjum bita!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: